Aulinn ég nálgast milljarðinn

Framleiðendur teiknimyndarinnar Aulinn ég 2, eða Despicable Me 2, Universal Pictures og Illumination Entertainment, tilkynntu í gær að myndin væri að slá öll met.

despicable-me-2

Eftir aðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum, sem hefur nú skilað tekjum upp á 364,2 milljónir Bandaríkjadala, og alþjóðlega, sem hefur skilað tekjum upp á 542 milljónir dala, er myndin nú komin yfir 900 milljónir dala í tekjur af sýningum á alheimsvísu.

Þar með er myndin orðin vinsælasta teiknimynd ársins og önnur vinsælasta bíómynd ársins í heiminum öllum.

Myndin er nú einnig orðin 5. vinsælasta teiknimynd allra tíma í Bandaríkjunum og sjötta vinsælasta teiknimynd allra tíma utan Bandaríkjanna.

Búið er að sýna frumsýna myndina í 67 löndum, en myndin er önnur vinsælasta mynd Universal kvikmyndaversins frá upphafi, á eftir Jurassic Park.