Áttunda Saw myndin á leiðinni!

Það er greinilega lítið mark takandi á heitum bíómynda lengur, hvað þá þegar um hrollvekjur er að ræða. Árið 2010 var myndin Saw 3D: The Final Chapter, eða Sögin 3D: Lokakaflinn, í lauslegri snörun, frumsýnd, og tilkynnt hátíðlega að um allra síðustu myndina í þessari langlífu seríu yrði að ræða. En nú berast fregnir af nýrri mynd, sem frumsýna á á næsta ári, þeirri áttundu í röðinni!

saw

Myndin gengur, samkvæmt Games Radar vefsíðunni, undir vinnuheitinu Saw Legacy, og frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 27. október 2017.  Michael og Peter Spierig leikstýra, en þeir hafa gert m.a. hrollvekjuna Predestination frá árinu 2015.

Óvíst er enn hvort Saw 8 verði framhald á fyrri sögu, endurgerð, endurræsing, eða annað.

Kíktu á stikluna úr Saw 7 til að stytta þér biðina í næstu mynd: