Æstir Cruise aðdáendur í Stokkhólmi – myndband

Það varð uppi fótur og fit í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi þegar Tom Cruise kom til borgarinnar til að vera viðstaddur frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Jack Reacher.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan fjölmenntu aðdáendur leikarans fyrir framan kvikmyndahúsið og reyndu að ná athygli stjörnunnar, og sumir grétu af geðshræringu, eins og lesa má um í frétt sænska vefmiðilsins nyheter 24.

Jack Reacher kemur í bíó á Íslandi þann 11. janúar á næsta ári, en ólíklegt má telja að Tom Cruise verði viðstaddur þá frumsýningu.

Hér að neðan er sýnishorn úr Jack Reacher:

Söguþráður Jack Reacher er þessi: Í saklausum litlum bæ, eru fimm skotnir til bana af leigumorðingja. Lögreglan kemst fljótt að því hver skotmaðurinn er og handtekur sökudólginn. En maðurinn segist vera saklaus og segir; „náið Jack Reacher„. Sjálfur sér Reacher frétt af málinu í fjölmiðlum og fer til bæjarins, en Reacher er fyrrum herlögregluforingi og flækist um heiminn. Þegar Reacher birtist þá léttir lögmönnum sakborningsins, en Reacher er kominn til að afsanna ásakanir sakborningsins. Hann fer nú í það verkefni að sanna sekt skotmannsins, en málið er ekki eins einfalt og það virtist í fyrstu.