Ást í Smáralind

ástEr hægt að pína fólk til að verða ástfangið? Magnús Thoroddsen Ívarsson spyr þessarar spurningar í mynd sinni Verslunarmiðstöðva ást, sem er útskriftarverkefni hans úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin er tæplega 15 mínútna löng og fjallar um stelpu og strák sem vinna í Smáralindinni og hafa lengi rennt hýru auga til hvors annars.

En sjón er sögu ríkari, kíktu á myndina hér fyrir neðan:

Leikarar:

Tómas Þ. Guðmundsson

Telma Huld Jóhannesdóttir

Gunnar Helgason

Rebekka Ragnars Atladóttir

Magnús Thoroddsen Ívarsson

Leikstjórn: Magnús Thoroddsen Ívarsson
Framleiðsla: Sigurður Anton Friðþjófsson & Daði Daníelsson
Kvikmyndataka: Aron Bragi Baldursson