Asni finnur ástina

Heilinn (?) á bak við Jackass þættina, Johnny Knoxville, er að fara að leika í sinni fyrstu rómantísku gamanmynd. Á móti honum leika þær stöllur Selma Blair og Bridget Moynahan. Myndin heitir Hating Her, og fjallar um það hvernig uppáhaldssonurinn Knoxville kemur með stressaða kærustu sína í heimsókn til fjölskyldunnar yfir hátíðarnar. Fjölskyldan sameinast í andúð sinni á henni, og það veldur því að hún sendir eftir systur sinni til stuðnings sér. Það veldur síðan ófyrirsjáanlegum flækjum. Myndinni er skrifuð og verður leikstýrt af Thomas Bezucha, sem er frægastur fyrir myndina Big Eden sem hann skrifaði og leikstýrði. Tökur hefjast í maí.