Argasta snilld

Það má segja að það sé argasta snilld að ná því að vera á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans í þrjár vikur í röð, en Óskarsverðlaunamyndin Argo er einmitt búin að afreka það.

Argo situr nú á toppi listans sína þriðju viku á lista og ekkert virðist geta haggað henni. Tvær nýjar myndir gerðu þó harða atlögu að henni en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þetta voru hamfaramyndin The Impossible með Ewan McGregor og Naomi Watts í aðalhlutverkum í öðru sætinu, og hin epíska tímaflakksmynd Cloud Atlas eftir Wachowski systkinin tvö, sem fór beint í þriðja sæti listans.

Í fjórða sæti situr hinn bráðfyndni Kevin James í Here Comes the Boom og í fimmta sæti er myndin Playing for Keeps með þeim Gerhard Butler og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum. Í 11. sæti er hrollvekjan Sinister, í 18. sæti er myndin Company of Heroes og í 20. sæti er Ryð og bein. 

Hér að neðan er 20 vinsælustu myndirnar á DVD/Blu-ray á Íslandi í dag:

Stikk: