Kvikmyndaframleiðandinn 20th Century Fox tilkynnti í síðustu viku að birt yrði stutt sýnishorn úr myndinni War for the Planet of the Apes á afþreyingarhátíðinni New York Comic Con sem hefst nú á fimmtudaginn 6. október og stendur fram á sunnudag, 9. október, auk þess sem aðstandendur koma fram á sviði.
Ennfremur hefur fyrirtækið birt opinberan söguþráð myndarinnar, sem er framhald myndarinnar Dawn of the Planet of the Apes.
„Í War for the Planet of the Apes, þriðja kaflanum í hinni vinsælu Apaplánetu seríu, þá neyðast Caesar og aparnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn hins miskunnarlausa Colonel. Þegar aparnir verða fyrir gríðarlegu „mann“falli, þá á Caesar í innri glímu við myrka hlið eðlis síns og byrjar að leita að leið til að hefna þeirra sem féllu. Að lokum liggja leiðir þeirra Caesar og Colonel saman, og úr verður sögulegur bardagi sem mun ákvarða örlög kynþáttanna og framtíð plánetunnar.“
Þessi söguþráður staðfestir sem sagt að stríð mun nú eiga sér stað eftir atburðina í Dawn of the Planet of the Apes. The Rise of the Planet of the Apes framhaldið endað með því að mennirnir óskuðu eftir hernaðaraðstoð frá öðru fylki manna.
Woody Harrelson fer með hlutverk Colonel.
Varðandi New York Comic Con, sem minnst var á hér að framan, þá mun leikstjórinn Matt Reeves og framleiðandinn Dylan Clark fara þar upp á svið með Andy Serkis, sem leikur Caesar, og ræða samband hreyfi-nema leiks ( Performance Capture Acting, eins og Andy Serkis er sérfræðingur í ) og kvikmyndagerðar.
Fyrirlestur þeirra verður 6. október kl. 20.30, fyrir þá sem eru staddir í New York.
War for the Planet of the Apes kemur í bíó 14. júlí 2017.
Helstu leikarar eru auk Serkis og Harrelson, þau Steve Zahn, Terry Notary og Karin Konoval.