Annabelle heimsfrumsýnd á Íslandi

Annabelle-2014-Movie-PosterHryllingsmyndin Annabelle verður heimsfrumsýnd þann 3. október næstkomandi. Samfilm sýnir myndina og verður hún sýnd í Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og á Akureyri.

Myndin er byggð á dúkkunni drungalegu Annabelle, sem kemur lítillega við sögu í The Conjuring og er sagan um uppruna djöfladúkkunnar. Myndin er framleidd af James Wan, en kvikmyndatökumaður The Conjuring, John Leonetti, leikstýrir í þetta sinn. James Wan virðist kunna vel við sig í hrollvekjunum en auk The Conjuring hefur hann gert Saw og Insidious myndirnar.

Sagan í myndinni er að hluta til byggð á einni af reynslusögum Warren-hjónanna, Eds og Lorraine, sem glímdu við illan anda sjö ára stúlku sem hafði komið sér fyrir í tuskudúkkunni Annabelle. Dúkkan er enn til og er að finna í safni Warren-hjónanna.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.

 

Stikk: