Aniston og Freeman í nýrri Carrey mynd

Fyrir alllöngu síðan sögðum við frá því að Jim Carrey hefði tekið að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bruce Almighty. Hún fjallar um mann einn, Bruce að nafni, sem er sífellt að blóta Guði í sand og ösku fyrir að standa sig svo illa í starfi. Dag einn fær Guð nóg af röflinu, og gefur Bruce mátt hins almáttka í einn dag. Nú hafa bæði Jennifer Aniston og Morgan Freeman skrifað undir samninga um leik í myndinni. Aniston mun leika kærustu Bruce og Freeman leikur Guð sjálfan. Upphaflega átti að fá Robert De Niro í hlutverk Guðs, en hann ákvað í staðinn að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Man On Fire. Myndinni verður leikstýrt af Tom Shadyac, en hann og Carrey hafa áður unnið saman að myndunum Liar Liar og Ace Ventura. Tökur á myndinni hefjast síðar á árinu í New York fylki.