Írski leikarinn Andrew Scott, sem fer með hlutverk Moriarty í sjónvarpsáttunum Sherlock á BBC, mun leika skúrkinn í nýjustu James Bond-myndinni.
Framleiðendur James Bond-myndanna eru sagðir hafa séð þættina og viljað fá Scott til þess að leika svipaða persónu. Hlutverkið verður þó tekið á næsta stig og lagað að söguþræðinum.
Daniel Craig mun snúa aftur í fjórða sinn í hlutverki Bond. Aðrir leikarar sem eru staðfestir í myndinni eru m.a. Ralph Fiennes, Ben Whishaw, Rory Kinnear, Léa Seydoux og Namoie Harris.
Myndinni verður leikstýrt af Sam Mendes, sem gerði Skyfall, og verður frumsýnd í október á næsta ári.