Leikstjórinn Wes Anderson, sem er þekktur fyrir skrítnar og litríkar gamanmyndir sínar, hefur áhuga á því að venda kvæði sínu í kross og leikstýra hryllingsmynd.
Anderson, sem hefur m.a. leikstýrt The Grand Budapest Hotel og Moonrise Kingdom, segir Rosemary´s Baby eftir Roman Polanski, vera uppáhaldsmynd sína og að hann hafi alltaf verið heillaður af hryllingsmyndageiranum.
„Ég hef hugsað um að búa til hryllingsmynd,“ sagði Anderson á kvikmyndahátíðinni í Róm en fréttin birtist á vefsíðu The Independent.
„Þegar þú býrð til hryllings- eða spennumynd segir þú við áhorfandann: „Þú átt að vera hræddur hérna. Þú átt að vera áhyggjulaus hérna. Hér ætlum við að útskýra eitthvað fyrir þér þannig að þú verðir enn hræddari í næsta atriði,“ sagði hann. „Mér finnst þau skilyrði sem fylgja því að vinna í þessum geira vera áhugaverð.“