Takið upp flauturnar því fyrsta plakatið fyrir… bíddu bíddu- þið eruð búin að heyra um framhaldið ekki satt? ef ekki þá skal ég leyfa herra Burgundy að skýra málin frekar fyrir ykkur:
Í stuttu máli þá er þetta gamanmyndin sem allir vilja sjá á næsta ári (enda skiljanlegt) og nú hefur fyrsta ‘kitlu’ plakat myndarinnar verið birt á netinu, og þó það sýnir lítið þá fatta þeir sem sáu fyrstu myndina þennan litla brandara sem er í gangi á því.
Plakatið staðfestir titil myndarinnar, Anchorman: The Legend Continues. En það smellpassar þar sem sú fyrsta bar nafnið Anchorman: The Legend of Ron Burgundy. Einnig hefur fyrsta myndefnið úr Anchorman framhaldinu litið dagsins ljós, en einungis fyrir þá bandaríkjabúa sem sáu ákveðnar forsýningar af nýju Sacha Baron Cohen gamanmyndinni The Dictator. Þá hlýtur að styttast í að við fáum að einnig gæða okkur á því.
Eru lesendur spenntir yfir framhaldinu og hvernig líkaði ykkur sú fyrsta? Það væri gaman að heyra hvaða væntingar þið hafið í huga fyrir framhaldið og hvort einhverjir lesendur séu jafn flinkir með flautuna og Burgundy sjálfur.