Anchorman 2 á leiðinni

Leikstjórinn Adam McKay (Anchorman, Talladega Nights) sagði í viðtali við Collider að framhald af Anchorman væri klárlega eitthvað sem hann hefði áhuga á að gera, og þegar spurður um hversu miklar líkur væru á því, þá svaraði hann einfaldlega: „100%!“

Hann bætti við að eina sem að kæmi í veg fyrir framhald, væri ef að hann næði ekki að smala öllum leikurunum saman, en annars var hann mjög bjartsýnn á það að allir ættu eftir að vilja gera aðra mynd líka.

Að lokum kom upp spurningin um nákvæmlega „hvenær?“ Þar sagði hann að ef að þessi mynd yrði að veruleika, þá myndi það vera eftir cirka 2 ár, þar sem hann er núna að gera einhvers konar blöndu af vísindaskáldsögu og gamanmynd í anda Brazil, og ber hún nafnið Channel 3 Billon.