Alyssa Milano, aðallega fræg fyrir að hafa leikið í Who´s The Boss sjónvarpsþáttunum, sem og Charmed sjónvarpsþáttunum, mun leika á móti David Spade í væntanlegri kvikmynd hans er nefnist Dickie Roberts: Former Child Star. Í henni leikur Spade fyrrum barnastjörnu sem ræður leikara til þess að leika fjölskyldu sína, og reynir þannig að ná aftur glataðri æsku sinni. Milano mun leika kærustu hans í myndinni.

