Allar sex stjörnustríðsmyndir í Blu-ray á næsta ári

Lucasfilm Ltd. og Twentieth Century Fox hafa tilkynnt að allar sex Stjörnustríðsmyndirnar, muni koma út í sérstöku Blu-ray viðhafnarboxi haustið 2011. Í frétt frá fyrirtækjunum segir að útgáfan muni innihalda „bestu mögulegu hljóð og myndgæði, ásamt hellingi af aukaefni, þar á meðal heimildarmyndir, gamlar upptökur að tjaldabaki, viðtöl, ferilsyfirlit og myndir sem aldrei hafa áður sést og geymdar eru í skjalasafni Lucasfilms Ltd.“
„Blu-ray er langbesta tæknin til að upplifa Star Wars í heima fyrir,“ segir George Lucas leikstjóri Stjörnustríðsmyndanna í tilkynningunni. „Myndirnar hafa aldrei litið betur út eða hljómað betur.“