Allar íslenskar myndir á einum stað!

Kvikmyndir.is hefur alltaf lagt gríðarlega áherslu á að hafa allt íslenskt efni á vef sínum, og núna getum við stoltir greint frá því að allar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd eru nú til staðar á vefnum okkar!

Það eina sem þú þarft að gera er að skoða hér Bíómyndir valmyndina vinstra megin á síðunni og þar er undirsíða sem heitir Íslenskar Myndir. Þar eru íslenskum kvikmyndum, heimildarmyndum, stuttmyndum og sjónvarpsþáttum raðað í aldursröð, efst er nýjasta myndin sem er komin í kladdann heitir Mamma Gógó, en hún verður frumsýnd 2010, endum á Milli fjalls og fjöru sem er fyrsta kvikmynd okkar í fullri lengd og í blálokinn kemur danska kvikmyndin Söga borgarættarinnar frá 1920 sem tekin var upp á Íslandi.

Við vonum að þið kunnið gott að meta og lítið á þennan lista hjá okkur og það ber að nefna við þetta tækifæri að Eysteinn Guðni, einn af umsjónarmönnum Kvikmyndir.is, á skilið gríðarlegt hrós fyrir þetta verk.