Alien vs. Predator

Draumur allra ungra manna um kvikmyndina Alien vs. Predator virðist loksins ætla að rætast. Leikstjórinn Paul Anderson mun leikstýra myndinni, en söguþráður hennar er eitthvað á þá leið að mennskir vísindamenn ætla sér að lokka Predator veiðimenn til sín á suðurskautslandinu með því að nota Alien egg. Það misheppnast að sjálfsögðu, og mennirnir lenda í stríði á milli þessara tveggja banvænu tegunda. Tökur á myndinni eiga að hefjast í október í hinni fögru borg Prag.