Will Farrell, best þekktur úr sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live, er líklegast að fara að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd sem ber heitið Elf. Handritið, sem skrifað er af handritshöfundinum David Berenbaum, fjallar um mann sem alinn er upp sem álfur á norðurpólnum hjá jólasveininum. Hann er mjög klaufskur, og vegna óvenjulegrar stærðar sinnar (stór miðað við álfana væntanlega) hefur hann orðið valdur að ýmsum óhöppum. Sveinki sér hvað þetta er farið að fara á sálina hjá honum, og sendir hann því aftur til Bandaríkjanna til þess að uppgötva rætur sínar.

