Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Eins og flestir Reykvíkingar hafa væntanlega tekið eftir í morgun þá kom dágóður bæklingur inn um bréfalúguna. Þessi bæklingur er ,,Biblía,, allra kvikmyndaunnenda á tímabilinu 28.september til 8.október 2006. Í honum eru geymdar allar þær upplýsingar um kvikmyndahátíðina ,,Reykjavík International Film Festival,, sem verðugt er að vita. Í ár eru ótrúlegar nýjungar til staðar, t.d. verður borgin myrkvuð, eins og við greindum frá fyrir nokkrum vikum síðan, og hljómsveitin Daft Punk mun kíkja á klakann til að kynna kvikmyndina sína Electroma. Þessi hátíð er vægast sagt magnaður árlegur atburður, og klárlega það stærsta sem er að gerast á Íslandi í kvikmyndaiðnaðinum í ár.

Fyrir nánari upplýsingar bendum við ykkur á að fletta í gegnum þennan bækling og við ábyrgjumst að allir munu finna sér eitthvað við sitt hæfi, eða að kíkja á Vefsíðu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík