Stuttmyndin „Oppressed Majority“ hefur fengið gríðarlega athygli fyrir að sýna hvernig veröldin væri ef hlutskipti kynjanna væri snúið á hvolf.
Franska leikstýran Élénore Pourriat segir í tilkynningu að myndin sé byggð á 40 ára reynslu sinni sem kvenmaður.
Myndin fjallar um föður sem fer með barnið sitt á leikskóla. Restina af deginum lendir faðirinn í miklu áreiti, þar sem er meðal annars hrópað að honum kynferðislegum tilboðum og ráðist á hann.
Sjón er sögu ríkari.