Áhorfið kemur degi of seint þessa vikuna og aðstandendur síðunnar
biðjast velvirðingar á því. Vonandi þýðir það bara að þið hafið enn
fleiri myndir til að segja frá. Munið að þið skrifið niður hvaða myndir
þið sáuð, hversu háa einkunn þær fá af tíu og helst nánari upplýsingar
um hvað ykkur fannst um þær.
Ég horfði á:
From Paris with
Love – 8/10 Vel gerð afþreyingarmynd þar sem góðu kallarnir lemja vondu
kallana. Travolta stóð sig frábærlega. Nú er ég strax farin að hlakka
til að sjá næstu mynd Pierre Morel.
Sideways – 9/10 Æðislegt handrit. Suddalega fyndin. Vel
leikin.
The Hurt Locker – 8/10 Góð. Besta mynd ársins? Nei.
The
Perfect Man – 5/10 Þessi var í sjónvarpinu á föstudaginn. Ósköp
venjuleg fjölskyldumynd sem hafði skíran boðskap um hvernig það er ekki
sniðugt að ljúga því að hverri lygi verður alltaf að fylgja eftir með
annari lygi. Leikararnir voru misgóðir en ég vil taka sérstaklega fram
að litla stelpan sem lék systur Hillary Duff stóð sig frábærlega.
Persepolis
– 5/10 Gullfallega teiknuð. Það var gaman að fylgjast með lífi
venjulegrar, íranskrar stúlku og ekki… Hillary Duff. Sagan var samt
ekkert frábær og mig langar ekki að sjá þessa aftur.
The Mist –
7/10 Sem Stephen King aðdáandi var ég mjög sátt við þessa. Hún nær að
hræða mann hæfilega mikið en ekki of (sem er fínt fyrir mig því ég er
skræfa) og það er alltaf gaman að sjá myndir enda á frumlegan hátt.
Silent
Hill – 6/10 Frænka mín sem elskar hryllingsmyndir kom í heimsókn. Við
horfðum á þessa og hún sofnaði. Ég hef aðeins meira álit á myndinni en
frænka, enda aðdáandi tölvuleiksins.
The Pink Panther – 7/10 Fyndin, skemmtileg og… allt of löng.
Alice
in Wonderland – 4/10 Allt öðruvísi en ég bjóst við. Söguþráðurinn er
óspennandi frá byrjun til enda og persónurnar illa skapaðar. Drungalega
fegurðin sem maður býst við að sjá í Tim Burton myndum var ekki einu
sinni til staðar. Alice in Wonderland var bara alls ekki í þeim
gæðaflokki sem hún hefði átt að vera miðað við allt það hæfileikafólk
sem kom nálægt henni.