Með allar þessar verðlaunaafhendingar og -tilnefningar í gangi getur maður ekki annað gert en að glápa og glápa og glápa svo maður geri sér grein fyrir því hvaða myndir það eru sem allir eru alltaf að tala um. Verst að sumar myndirnar sem eru mest í sviðsljósinu þarna úti eru ekki komnar hingað í bíó eins og t.d. The Blind Side og Crazy Heart. En þær ættu að fara að detta inn bráðlega, sérstaklega ef spámenn fara rétt með og bæði Sandra Bullock og Jeff Bridges taka óskarsstyttu þann 7. mars næstkomandi.
Svona til þess að taka aðeins púlsinn á því hvað fólk er að horfa á þá er komið að áhorfi vikunnar. Þið skrifið einfaldlega upp þær myndir sem þið sáuð síðastliðna viku og segið hvað ykkur fannst. Enginn þarf að skrifa neitt meira en hann vill.
An Education – 6/10
Vel leikin en frekar innihaldslaus.
Where the Wild Things Are – 3/10
Voðalegt artífart eitthvað. Með áherslu á „fart“.
Precious – 7/10
Mo’Nique stendur sig frábærlega sem ofbeldisfulla móðir Precious. Sagan sjálf er allt í lagi.
The Pink Panther Strikes Again – 9/10
Klassík. Fáránlega fyndin
The Zombie Diaries – 1/10
Algert drasl sem ég keypti einu sinni úti á Englandi. Ég segi þetta sem sannur zombie- og kvikmyndaáhugamaður.
The Devil Wears Prada – 6/10
Mjög vel heppnuð mynd miðað við það að hafa sama söguþráð og flestallar stelpumyndir
Being John Malkovich – 10/10
Frumleg, meinfyndin og kolklikkuð.
Nikulás litli – 9/10
Sæt mynd, frumleg og skemmtileg.