Í bókinni “Double Down: Game Change 2012,” eftir Mark Halperin og John Heilemann er fjallað um eitt og annað varðandi forsetaframboð repúblikanans Mitt Romney árið 2012, og meðal annars er þar velt upp spurningunni afhverju kvikmyndagoðsögnin Clint Eastwood, þá 82 ára, fékk frjálsar hendur til að segja hvað sem hann vildi á lokakvöldi landsþings flokksins.
Eins og frægt er orðið talaði Eastwood við auðan stól á sviðinu, og átti í ímynduðu samtali við Obama, sem var síðar endurkjörinn forseti.
Í ræðu sinni talaði Eastwood miklu lengur en hann mátti og fólk skildi ekki neitt í neinu.
Í bókinni segir m.a. að þetta hafi fengið svo mikið á aðalskipuleggjanda kosningabaráttu Romneys, Stuart Stevens, að hann hafi farið inn í hliðarherbergi og kastað upp.
Twitter og Facebook loguðu eftir ræðuna, en eins og segir í bókinni olli ræðan mestum skaða með því að stela senunni frá ræðu Mitt Romneys sjálfs síðar um kvöldið.
En afhverju fékk hann frjálsar hendur? Jú, menn treystu því að hann þyrfti ekki að vera með skrifaða og yfirfarna ræðu. Hér má lesa meira um málið.