Af verkfalli handritshöfunda

Sjónvarps- og kvikmyndaleikstjórar lögðu til samning við framleiðendafyrirtæki í Los Angeles í gær sem virðast koma skýrum skilaboðum til handritshöfunda: Þetta er ekki tíminn til að vera að velta fyrir sér nýjum miðlum. Þeir gera sér grein fyrir því að engin lok verði á verkfallinu fyrr en handritshöfundarnir lækki sínar gríðarlegu kröfur, einkum kröfur um greiðslur vegna efnis í gegnum internetið, GSM-síma og annarra tækja. Samningurinn tekur gildi 30.júní 2008, ef hann verður samþykktur á stjórnarfundi 26.janúar, sem miklar líkur eru á.

Samningurinn tvöfaldar greiðslurnar til handritshöfunda vegna kaupa á DVD og VHS myndum. Samningurinn neyðir einnig framleiðslufyrirtæki til að greiða, í fyrsta skiptið, sérstakt gjald þegar verið er að „streama“ höfundarréttarefni á netinu.

Þetta opnar dyrnar að umræðum við handritshöfunda. Eina sem handritshöfundanna og annarra aðila greinir á núna eru kröfurnar um greiðslur vegna stafræns efnis, en framleiðslufyrirtæki halda því fram að ekki sé hægt að gera samning um greiðslur á stafrænu efni fyrr en milli 2010 og 2015 vegna þess hversu lítið þeir spila inní núna 2008. Það er ljóst að þar greinir aðilanna mikið á og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir ná að spila framúr þessum vandamálum og munum við láta ykkur fylgjast með eftir besta megni.

Það er ljóst að útlitið er ekki bjart fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, en hún gæti vel endað eins og Golden Globe verðlaunaafhendingin, sem var ekki svipur hjá sjón. Ljóst er að BAFTA virðist ætla að ganga á lagið og verða glæsilegasta verðlaunahátíðin í ár, enda er hún stærri nú en nokkurntímann áður. Eins og allir vita eru það bresk verðlaun og því búsett í Bretlandi þannig að verkfallið hefur lítil sem engin áhrif á þau.