Abrams er ekki viss með Cloverfield 2

J.J. Abrams var í viðtali fyrir stuttu og sat m.a. undir spurningum varðandi framhald að hinni vinsælu mynd Cloverfield, en miklar getgátur hafa verið uppi um hvort mynd númer 2 eigi eftir að líta dagsins ljós.

„Ég er ekki viss, við erum að tala um það, sannleikurinn er sá að ég vill frekar gera annað sjálfstætt verkefni heldur en framhald af Cloverfield“ sagði Abrams þegar hann var spurður hvort framhald væri á leiðinni.

Hann vill semsagt vinna með sama fólkinu og gerði Cloverfield með honum að glænýrri hugmynd sem hann hefur verið að rissa á blað sem á víst að vera geggjuð að hans sögn. Næsta skref er að kynna hugmyndina fyrir framleiðendum og sjá hvernig viðtökurnar verða –  Abrams er víst mjög bjartsýnn á að það gangi upp.

Við hljótum því að heyra fleiri fréttir varðandi þetta mál á næstunni.