Á döfinni hjá Jackie Chan

Hinn frábæri Jackie Chan mun taka að sér aðalhlutverk 40 milljón dollara kvikmyndarinnar Titaninum Rain. Fjallar hún um lífvörð hjá Ming keisaraveldinu í Kína, sem eltir samúræja einn í rúm 400 ár. Myndin verður tekin í Indlandi, Kína og Hong Kong, og verður hún bæði á ensku og kínversku. Tökur á myndinni hefjast í júní 2003.