Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary fer fram í Tékklandi um helgina. Áður hefur verið greint frá því að Mýrin hans Baltasars Kormáks sé ein þeirra 14 mynda sem keppa í aðalkeppni hátíðarinnar.
Mýrin verður hinsvegar ekki eina íslenska ræman sem sýnd verður á hátíðinni því Börn Ragnars Bragasonar og Vesturports verður sýnd í flokki sem nefnist Another View og stuttmynd Helenu Stefánsdóttur, Anna, verður sýnd í flokknum Forum of Independents.
Fréttin er fengin af fréttavefnum www.mbl.is

