Tom Cruise er í Þýskalandi um þessar mundir við tökur á mynd um samsæri til að drepa Adolf Hitler. En það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að búið er að banna Tom að taka upp á þýskum hersvæðum vegna þess að hann er meðlimur í Vísindakirkjunni alræmdu. Þýska ríkið telur Vísindakirkjuna vera glæpasamtök og neita að viðurkenna hana sem trúarbrögð.
Tom er einn af framleiðendum myndarinnar og er skipaður í hlutverk Claus von Stauffenberg sem stýrði þessu misheppnaða morðtilræði við foringjann mikla. Það kemur kannski ekki á óvart að þeim skuli hafa mistekist þegar tekið er tillit til þess að planið gekk út á að fela sprengju í skjalatösku. Nú er bara spurning hvort kvikmyndin fari sömu leið og samsærið forðum eða hvort framleiðendur myndarinnar finna leið fram hjá banninu.

