Senn líður að kvikmyndahátíð…

Í lok september fer fram fjórða alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík. Atli Bollason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segir að í ár verði hún með svipuðu sniði og í fyrra. Hann segir einnig að hugmyndin með þessu sé að vera með fjölbreytta og viðamikla dagskrá til þess að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, en um leið bjóða upp á öðruvísi myndir (lesist: ekki enn eina formúlumyndina frá Hollywood). Það verður sem sagt allur skalinn í boði eins og vanalega. Í fyrra fóru um 15.000 manns á bíósýningar hátíðarinnar svo það er um að gera að byrja að skipuleggja sig til að fá bestu sætin í haust.