Minnsta bíóið í Evrópu

Á Seyðisfirði má finna lítið bíó sem heitir Mini-Ciné og tekur 16 manns í sæti. Það er hvort í senn bíó og kaffihús. Þar er ekki hægt að sjá helstu stórsmellina frá Hollywood heldur eru sýndar heimildarmyndir, stuttmyndir og evrópskar kvikmyndir. Fyrirhugað er að hafa sýningar á hverju kvöldi í sumar. Nánari upplýsingar má sjá á slóðinni The Freedom Council.

Tekið úr Blaðinu, þriðjudaginn 12. júní 2007.