Milo Ventimiglia sem leikur hetjuna Peter Petrelli í sjónvarpsþáttaröðinni Heroes leikur aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd, Pathology. Myndin fjallar um hóp læknanema sem ákveður að hefja hættulegan leik. Leikurinn gengur út á að hvert og eitt þeirra reyni að framkvæma hið fullkomna morð.
Leikstjórinn Mark Schoelermann segir að hann reyni ekki að finna óvenjulegar leiðir til að hakka fórnarlömbin í myndinni í sundur heldur séu morðin byggð á rannsóknarleiðöngrum í líkhúsið. Ástæðuna fyrir því segir Mark vera að hann vill byggja morðin á raunveruleikanum til að gefa þeim áhugaverðari en um leið óhuggulegri blæ.

