Warner bræður (e. Warner Bros. Pictures) hafa leitast eftir því að Paul Sopocy breyti hinni vinsælu teiknimyndaseríu frá 1983, Þrumuköttum (Thundercats), í leikna kvikmynd. Upphaflegu teiknimyndirnar snérust um hóp af köttum sem líktust mönnum í gervi og athæfi. Kettirnir þurftu að flýja plánetuna Thundera og eftir að þeir brotlentu á annarri plánetu þurftu þeir að berjast við vondan galdrakall sem vildi ólmur drepa þá alla með tölu. Handrit Sopocy er lýst sem upprunasögu og á hún að dýpka skilning áhorfenda á helstu hetjum teiknimyndaseríunnar sem og andstæðingum þeirra. Þessar fréttir koma einungis nokkrum vikum eftir að tilkynnt var að fyrirtækið ætli loksins að ýta á eftir öðru svipuðu verkefni sem þeir hafa á sínum snærum en það er leikin kvikmynd um He-Man.

