Turtildúfurnar Kate Hudson og Owen Wilson hafa hætt saman. Þau höfðu reyndar aldrei sent frá sér opinbera tilkynningu um samband sitt og hafa ekki gert enn, enda kemur þessi tilkynning frá sameiginlegum vini þeirra beggja. Slúðurheimurinn er samt fullviss um að þau hafi átt í eldheitu ástarsambandi vegna þess að til þeirra hafði sést í gönguferð um strönd í Ástralíu, á veitingastað í Santa Monica þar sem þau létu vel að hvoru öðru, að kyssast á afmæli Hudson í apríl síðastliðnum og að njóta lífsins saman í ferðalagi á Havaí.

