Harðnaglinn Bruce Willis á orðið erfitt með að standa í áhættuatriðum, enda ekki skrítið þar sem kappinn er orðinn 52 ára gamall. Hann segir að áhættuatriðin fyrir Die Hard 4.0 hafi reynst honum svo erfið að hann missti nærri annað augað. Það eru 12 ár síðan Bruce lék í Die Hard mynd. Meira um þetta á Ananova vefnum.

