Fjalakötturinn

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn er nýr vettvangur fyrir kvikmyndasýningar á Íslandi. Klúbburinn á heimili sitt í hinu sögufræga Tjarnarbíói og hefur það að markmiði að stórauka kvikmyndaúrval hér á landi með því að bjóða upp á sýningar á annars konar myndum en hefur tíðkast í bíóhúsum bæjarins síðastliðin ár. Klúbburinn mun blanda saman gömlu og nýju, gera grein fyrir kvikmyndagerð ákveðinna þjóðlanda, taka verk ákveðins leikstjóra fyrir og kynna strauma og stefnur á ákveðnum tímabilum eða í nútímanum. Sjá dagskrá Fjalakattarins á www.filmfest.is

Fjalakötturinn hefur reglulegar sýningar í Tjarnarbíói nú um helgina með tveimur rússneskum kvikmyndum, tveimur af þremur kvikmynda James Dean, auk nýrrar þýskrar myndar sem hefur vakið athygli að undanförnu.