Köld Slóð seld til 7 landa

Íslenska kvikmyndin Köld slóð var sýnd á sérstakri markaðssýningu á kvikmyndahátíðinni í Berlín á föstudag. Strax nú um helgina var skrifað undir samninga um sölu myndarinnar til Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Mexíkó og Brasilíu.

Alþjóðlega dreifingarfyrirtækið Nonstop sér um sölu myndarinnar um allan heim en áætlað er að kynna hana á mörkuðum í Evrópu, Asíu og Ameríku síðar á árinu, að því er segir í tilkynningu.

Köld slóð hefur verið sýnd í sex vikur og áhorfendur eru orðnir sautján þúsund sem gerir hana að best sóttu íslensku kvikmyndinni frá árinu 2004 að Mýrinni undanskilinni, samkvæmt tilkynningu.

Heimildir fengnar af www.mbl.is