The Nativity Story

Myndin THE NATIVITY STORY-LEIÐIN TIL BETLEHEM verður frumsýnd hérlendis á sama tíma og í Bandaríkjunum föstudaginn næstkomandi, 1.desember, í Háskólabíói, Regnboganum og SAMbíóunum Akureyri.

Myndin var heimsfrumsýnd síðastliðinn sunnudag á sérstakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu í Róm fyrir framan rúmlega 7.000 áhorfendur og gekk sýningin vonum framar. Þetta er í fyrsta skiptið sem mynd hlotnast sá heiður að vera frumsýnd í Vatíkaninu enda hefur mikil vinna farið í að gæða myndina eins miklu raunsæi og mögulegt var.

Ein þekktasta saga mannkynssögunnar lifnar hér við í stórbrotinni mynd þar sem saga þeirra Maríu og Jósefs er rakin og við fylgjum þeim eftir frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn Jesús fæddist.

Mikil vinna hefur farið í að gæða myndina eins miklu raunsæi og mögulegt var og voru fjölmargir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við gerð myndarinnar. Sú vinna hefur skilað sér í magnþrunginni og fallegri mynd þar sem sagan af fæðingu frelsarans er sögð.

Það er Catherine Hardwicke sem leikstýrir, en handritið er skrifað af Mike Rich og byggt á guðspjöllum Nýja testamentisins. Aðalhlutverkin leika þau Keisha Castle-Hughes og Oscar Isaac.