Dagur Kári heiðraður í Kaupmannahöfn

Þann 3. febrúar fékk Dagur Kári hin virtu Carl Th. Dreyer verðlaun. Þann 22. nóvember næstkomandi fær hann enn eina viðurkenningu í Kaupmannahöfn, stærstu kvikmyndaverðlaun Dana, Peter Emil Refn verðlaunin.

Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en með þeim fylgja 105.000 dk.kr. Fyrri verðlaunahafar eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy.

Þann 23. nóvember kl. 20.00 verður haldið sérkvöld með Degi Kára á Dönsk-íslenskum Bíódögum á Norðurbryggju. Dagur Kári sýnir þar stuttmyndina Old Spice ásamt kvikmyndinni Nói Albínói, og svarar að þeim loknum spurningum áhorfenda. Þar á eftir býður sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn gestum upp á hressingu í tilefni verðlaunana.

Miðapöntun og sala hjá Norðurbryggju í síma 32833700 (bryggen@bryggen.dk) eða á: www.politikenbillet.dk/nordatlanten