Dansk-íslenskir Bíódagar

Norðurbryggjan heldur upp á 100 ára kvikmyndaafmæli

2. nóvember næstkomandi eru 100 ár síðan danski kvikmyndaleikstjórinn Alfred Lind opnaði fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi, Reykjavík Biograftheater. Þetta var sögulegur dagur í íslenskri kvikmyndasögu, og síðan þá hefur verið mikil samvinna milli kvikmyndagerðarmanna landanna tveggja.

Haldið verður upp á 100 ára afmælið á Norðurbryggjunni 2., 9. og 16. nóvember, með sýningu bæði nýrra og eldri kvikmynda. Einnig verður fyrirlestur um dansk-íslenska kvikmyndasögu og umræður um hina alþjóðlegu kvikmyndagerð.

Nánar um bíódagana hér á www.bryggen.dk.