Forsvarsmenn Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðarinnar hefur sannfært borgarráð um að myrkja borgina í u.þ.b. 30 mínútur þann 28.september, sem er opnunardagur hátíðarinnar. Til þess að þetta komist í verk verður meðal annars að slökkva á öllum ljósastaurum.
Tilgangurinn með þessu er að kynna borgarbúum fyrir stærsta bíótjaldi heimsins, himninum sjálfum. Borgarráð hefur samþykkt þetta á þeim forsendum að fyllsta öryggis verði gætt og sú staðreynd að það er góður fyrirvari á atburðnum.
Þetta verður án efa gjörsamlega magnaður viðburður, enda er þetta atburður sem gerist einu sinni á mannsævi, nema ,,Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin,, ætli að gera þetta að árlegum viðburði. Við hér hjá kvikmyndir.is verðum því að hrósa aðstandendum hátíðarinnar háspart fyrir þetta frábæra framtak, sem mun án efa vekja athygli.

