Sigvaldi J. Kárason, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Stray Dogs Films mun frumsýna myndina Dead Man’s Cards á Cannes kvikmyndahátíðinni, sem hefst um miðjan maí. Dead Man‘s Cards er framtíðarvestri sem gerist í Liverpool og fjallar um venjulegan verkamann sem dregst inní skuggalega undirheima borgarinnar. Myndin mun mjög líklega vekja athygli, enda hefur framleiðandi Star Wars myndabálkanna hrósað henni hástert. Óhætt er hægt að segja að þeir félagar fái góða kynningu því veggspjald myndarinnar hangir á sama stað og Sin City veggspjaldið en myndin sló í gegn á hátíðinni í fyrra.
Myndin mun skipta miklu máli fyrir Sigvald, enda beinist athyglin að Cannes kvikmyndahátíðinni ár hvert og ef vel gengur, gætu samningar beðið undirskriftar hans. Myndin var gerð fyrir litla 1 milljón dollara, til að sýna væntanlegum fjárfestum hvað í þeim býr. Reglan er víst sú að þegar einhverjum hefur tekist að gera frábæra mynd fyrir svo lítinn pening, standa dyrnar opnar að meira fjármagni frá fjárfestum.
Fyrirtæki Sigvalds, Stray Dogs Films hefur verið starfrækt í 7 ár, og hann hefur klippt efni fyrir Friðrik Þór Friðriksson og Baltasar Kormák. Nú starfar hann Latabæ þar sem hann klippir og leikstýrir þáttunum, en þeir hafa hlotið þónokkur verðlaun fyrir frábært barnaefni. Sigvaldi lærði í London við National Film & Television School.
Vonir eru ágætar um að Íslendingar munu standa sig vel á komandi kvikmyndahátíð, og þykir þessi atburður enn ein rósin í hnappagat Sigvalds. Hann gæti hugsanlega borið af af kvikmyndagerðarmönnum Íslendinga á komandi árum.

