Revenge of the nerds endurgerð

Þá er búið að ákveða endurgerð Hefnd Nördanna frá árinu 1984. Þessi mynd sem var í hávegum höfð hjá unglingum á 9.áratugnum mun verða sýnd um mitt árið 2007. Verkefnið er sagt vera í bígerð af Fox Atomic, sem er dótturfyrirtæki Fox Filmed Entertainment. Handritið er í vinnslu hjá félögunum Adam Jay Epstein og Adam F. Goldberg, en fyrri myndin var leikstýrt af Jeff Kanew. Verkefnið á að fara í fullt gang í sumar!

Þetta eru miklar gleðifregnir fyrir eldra fólkið sem metur þessa mynd mikils, enda er þetta ein stærsta unglingagrínmynd þeirrar kynslóðar. Vafalaust munu margar mæðgurnar og margir feðgarnir kíkja saman á þessa mynd þegar hún kemur í bíó á klakann!