Fréttir af Sin City 2

Já þá er það staðfest að stórleikkonan Angelina Jolie mun leika í Sin City 2. Myndin verður sömuleiðis byggð á teiknimyndasögunum A Dame to kill for og Lost, Lonely and Leathal eftir Frank Miller. Þetta er haft eftir Rosario Dawson, sem lék Gail í Sin City 1. Að sögn hennar verður tökum á myndinni frestað þar til Angelina hefur eignast barnið.