Já þið lásuð það rétt! Framleiðendur nýjustu James Bond myndarinnar sem ber nafnið Casino Royale hafa ákveðið að James Bond muni ekki klæðast hinum hefðbundna smóking og mun ekki keyra um á Aston Martin! – nema í kynningaratriðinu. Í staðinn fyrir Aston Martin mun koma forlátur Ford Mondeo! Aðstandendur Ford fyrirtækisins munu hafa boðið rausnarlegt tilboð til þess að fá þessu framgengt.
Núna spyr ég, er peningagræðgin ekki orðin aðeins of mikil?

