Hinsegin bíódagar

Kvikmyndahátíðin Hinsegin bíódagar verður haldin í Reykjavík 16.&8211;26. mars. Þessi hátíð var síðast haldin 2004 og hefur nú verið sett upp aftur í nýrri mynd. Stjórnandi hátíðarinnar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Þetta er mjög litrík hátíð með mörgum hreint út sagt frábærum kvikmyndum sem eru vel þess virði að kíkja á.

Við viljum koma því á framfæri að allar kvikmyndirnar eru sýndar í Regnboganum. Miðaverð á stakar sýningar er 700 kr. Þar fyrir utan eru afsláttarkort sem gefa kost á 4 myndum fyrir 2000 kr. Þessi kort eru seld í Regnboganum og Samtökunum ’78, Laugavegi 3.

Sérstakir gestir á hátíðina eru breski leikstjórarnir Jan Dunn, Susan Stryker og Jankees Boer. Dómnefnd mun síðan veita verðlaun fyrir 3 flokka:

Besta leikna kvikmynd
Besta heimildarmynd
Besta stuttmynd

Dómnefndirnar skipa í flokki Heimildar- og stuttmynda Dagný Kristjánsdóttir, Hannes Páll Pálsson og Kristín Pálsdóttir og í flokki Leikna kvikmynda Kristín Ómarsdóttir, Sveinbjörn I.Baldvinsson og Felix Bergsson.

Já það er að sjálfsögðu gaman að sjá enn eina kvikmyndahátíðina á Íslandi og manni finnst það alveg ótrúlegt að þessi starfsgrein geti blómstrað svona á eins litlu landi og Íslandi. Skipulagsnefnd Hinsegin bíódaga mun að sjálfsögðu halda nokkur partý og ball til þess að halda almennilega uppá þetta, en það er hægt að lesa betur um það hér.

Smelltu hér til að komast á Opinbera vefsíðu Hinsegin Bíódaga!

http://www.kvikmyndir.is – Í öllum regnbogans litum!