18. mars verða sýndar heimildarmyndirnar Ég er arabi og 1001 nótt í Háskólabíói. Þessar tvær myndir fjalla báðar um stríðið í Írak og þátttöku Íslendinga í því.
Fyrir þremur árum var Ég er arabi sýnd á stuttmyndahátíðinni Shorts ‘n’ Docs og hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Stuttmyndin 1001 nótt er sjálfstætt framhald hennar. Höfundar hennar eru kvikmyndagerðarmaðurinn Ari Alexander og myndlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson.
Ég er arabi hlaut litlar undirtektir þegar hún var sýnd hér fyrst og fékkst ekki sýnd í sjónvarpi þar sem hún þótti of róttæk og ekki fallið undir dagskrárstefnu sjónvarpsstöðvanna á Íslandi. Undirrituðum finnst skylda að RÚV sýni þessa mynd! Hvað varðar nafnið á 1001 nótt segir Ari það vera vísun í það að 1001 nótt sé liðin frá byrjun stríðssins í Írak. Myndin er byggð upp á myndefni sem Ari útvegaði af netinu og segist hann hafa fengið auðveldan aðgang að myndefni sem sýnir ameríska hermenn og araba taka myndir af hermönnum að drepa fólk! Myndirnar verða sýndar hvor á eftir annarri og tekur sýning þeirra alls u.þ.b. 45 mín.
Við hvetjum alla sem hafa einhvern áhuga á stuttmyndum að mæta og komast í pólitískan fíling, þó svo að Ari þvertaki fyrir að myndin sé á einhvern hátt ádeila á stuðning Davíðs og Halldórs á stríðinu á sínum tíma.

