X3 verður loks til

Ég efast um að hvorki aðstandendur Fox né Marvel hafa lent í eins miklu veseni áður með eina bíómynd sem er enn ókomin og X-Men 3.
Þetta byrjaði allt eftir að Bryan Singer sleit við þriðju myndina til þess að sjá um hina væntanlegu Superman endurgerð (sem mun bera hið “frumlega“ heiti Superman Returns). Eftir það fóru nokkrir leikarar að segja þetta gott hver fyrir sig. James Marsden yfirgaf svæðið, Halle Berry einnig. Svo voru ýmsar viðræður (bæði langar og erfiðar) um að hver skyldi sjá um þessa framhaldsmynd.
Í mjög langan tíma stóð til boða að láta Matthew Vaughn sjá um hana – sem hefði í raun orðið ótrúlega nett (tékkið á fyrstu mynd hans, Layer Cake) – en á síðustu stundu fór hann.
Ég fór mikið að velta fyrir mér hversu gríðarlega slæmt andrúmsloft það hlyti að vera þarna á vinnustaðnum, allavega miðað við hlutfall brottfara.
En loksins er komin niðurstaða. Leikstjórinn er Brett Ratner (já, sá sami og gerði Red Dragon og – sárt en satt – After the Sunset). Hugh Jackman mun a.m.k. snúa aftur sem aðaltöffarinn sjálfur og væntanlega meirihluti fyrri leikaranna. Og svona til gamans þá má benda á að fyrsta “teaser“ plakatið var að koma út, og hér fá menn að bera augum á það.