Fleiri Sin City góðgæti

Þeir sem eru búnir að horfa á trailerinn fyrir Sin City hafa óneitanlega tekið eftir hversu ótrúlega ferskt útlit hennar er. Ég veit ekki um ykkur, en ég er sannfærður um að þetta verði ein af betri (ef ekki bestu) myndasögukvikmyndum allra tíma. Ástæðan er sú að sögurnar eru magnaðar, allt frá Noir-fílingnum til ofbeldisins eða kolsvarta og hráa húmorsins. Höfundurinn Frank Miller situr svo sannarlega ekki auðum höndum og heldur utan um taumanna ásamt Robert Rodriguez, svo aðdáendur ættu ekki að hafa miklar áhyggjur um að þetta verði einhver slátrun á sögum hans. Svo er auðvitað komið á hreinu að sjálfur Quentin Tarantino leikstýrði litlum hluta úr miðjusögunni, That Yellow Bastard. Myndin kemur í bíó í apríl, og fyrir neðan má sjá nokkrar nýlega útgefnar myndir. Annars má benda á að heimasíða fyrir þessa mynd var opnuð fyrir skömmu: Smellið hér