Sith EKKI fjölskyldumynd

George Lucas er nýbúinn að ljúka tökum við nýjustu, sjöttu og allra síðustu myndinni í Star Wars seríunni. Lucas sagði í nýlegu viðtali við USA Today að hann væri í stórum vafa hvort innihald þriðja kaflans, Revenge of the Sith, myndi höfða eins mikið til yngri áhorfendur og fyrri myndirnar. Sith mun verða sú myrkasta og alvarlegasta í röðinni og mun hún fókusa mikið á þá drungalegu viðburði sem verða í lífi Anakins Skywalker og leiða til þess að hann verði að Svarthöfða. Lucas sagði jafnframt í viðtali hverjir það væru sem myndu láta lífið í myndinni, og þar sem við höfum flestöll séð fjórða kaflann ætti það ekki að koma okkur mikið á óvart. Hins vegar er hvergi sagt um “hvernig,“ og það ef til vill eykur tilhlökkun manns. Kannski Goggi gamli hafi einhverjar óvæntar uppákomur.

Lucas segir að myndin yrði alls ekki sú sama án þess að hafa PG-13 stimpilinn og því vill hann eindregið hafa hann á. Hann telur líka að myndin muni ekki tapa miklu í miðasölunni aldurstakmarksins vegna. Fyrst allar Lord of the Rings myndirnar komust upp með það ætti Star Wars alls ekki að hafa áhyggjur.

Þess má einnig geta að aðstandendur Revenge of the Sith hafa lofað að hún mun innihalda einn ef ekki flottasta geislasverðsbardaga sem sést hefur og þeir Hayden Christensen og Ewan McGregor æfðu klukkustundum saman í 2 mánuði fyrir þá senu.

Myndin verður frumsýnd í maí á næsta ári og verður án efa mikil tilhlökkun kringum hana. Tala nú ekki um forvitnina í þeim að sjá Star Wars mynd í dekkasta kantinum.