Verkfalli leikara aflýst

Væntanlegu verkfalli leikara í Hollywood hefur nú verið aflýst. Verkfallið átti að lýsa sér þannig að allir leikarar sem þéna minna en 70 þúsund dollara á ári, þá aukaleikarar og slíkir, ætluðu að fara í verkfall nema að þeir fengju hækkun á samningum. Á þriðjudag var síðan skrifað undir nýjan samning, og hann var samþykktur af SAG (Screen Actors Guild) og AFTRA. Í honum fólust hækkanir á grunnkaupi og aukagreiðslum og þar með var komið í veg fyrir að iðnaðurinn hefði lamast og heimsbyggðin hefði þurft að horfa á allar Ernest myndirnar aftur. Þökkum Guði fyrir litla greiða.